Auglýsing um útboð á Djúpavogi

19.1.2013

Djúpivogur

Hafnarstjórn Djúpavogshrepps óskar eftir tilboðum í verkið „Djúpivogur, harðviðarbryggja“. Það felst í að rífa núverandi trébryggju við voginn og byggja nýja 48,1 x 5,1 m bryggju úr asobe-harðviði.

Helstu magntölur:
Bryggjurif um 573 m²
Jarðvinna, fylling og grjótvörn um 1.500 m³
Steyptur landveggur 11,6 m
Rekstur bryggjustaura 29 stk
Bygging harðviðarbryggju 246 m²

Verkinu skal lokið eigi síðar en 1. ágúst 2013.

Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Djúpavogshrepps, Bakki 1, Djúpavogi og á skrifstofu Siglingastofnunar, Vesturvör 2 í Kópavogi frá og með þriðjudeginum 22. janúar 2013, gegn 5.000,- kr. greiðslu. Tilboð verða opnuð á sömu stöðum fimmtudaginn 7. febrúar, 2013 kl. 11:00.