Auglýsing um útboð á Sauðárkróki

19.1.2013

Sauðárkrókur og höfnin.

Skagafjarðarhafnir óska eftir tilboðum í verkefnið „Sauðárkrókshöfn, flotbryggjur“. Það felst í að útvega alls 120 m af steinsteyptum flotbryggjueiningum ásamt búnaði. Flotbryggjum skal komið fyrir í nýrri smábátahöfn við Suðurgarð ásamt 20 m steypueiningu og 38 m  timburflotbryggju sem er til staðar.

Helstu magntölur:
Steinsteyptar flotbryggjueiningar - 120 m
Landgöngubrýr - 3 stk.
Viðlegufingur, 6-12 m langir - 25 stk.

Verkinu skal lokið eigi síðar en 15. júní 2013.

Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu sveitarfélagsins Skagafjarðar, Sauðárkróki og á skrifstofu Siglingastofnunar, Vesturvör 2 í Kópavogi frá og með mánudeginum 21. janúar 2013, gegn 5.000 kr. greiðslu.

Tilboð verða opnuð á skrifstofu sveitarfélagsins Skagafjarðar, Skagfirðingabraut 17 á Sauðárkróki fimmtudaginn 7. febrúar 2013 kl. 14.00.