Hafnarríkiseftirlit erlendra skipa árið 2012

15.1.2013

Hafnarríkiseftirlit.

Sem á undanförnum árum hefur farið fram eftirlit með erlendum skipum í formi hafnarríkisskoðana í samræmi við samþykkt Parísarsamkomulagsins og tilskipanir Evrópusambandsins sem varða eftirlit með erlendum skipum og mengunarvörnum.

 

1. janúar 2011 var tekið í notkun nýr skoðunarferill og jafnframt nýr tölvugagnagrunnur sem hýstur er hjá Siglingaöryggisstofnun Evrópu, EMSA í Lissabon. Samkvæmt ákveðnum útreikningi er hverju aðildarlandi Paris MoU úthlutaður ákveðinn fjöldi skipa til skoðunar.

 

Samkvæmt Safe Sea Net árið 2012 voru skráðar komur skipa til landsins 2.225 sem er fjölgun um 200 skipakomur frá árinu áður. Skoðuð voru 70 skip: 23 merkt Priority I (skylduskoðun), 45 merkt Priority II (skylduskoðun 85% skipa) og 2 svokölluð RORO skip eða ekjuskip.

 

Á árinu var á tímabilinu 1.9. – 30.11. skoðunarherferð í samvinnu við Tokyo MoU á vegum hafnarríkiseftirlitsins, á eldvörnum og slökkvikerfum skipa. Hafnarríkiseftirlitsmenn Siglingastofnunar sátu í maí aðalfund Parísarsamkomulagsins sem haldinn var í Riga í Lettlandi. Jafnframt einn tæknifund og fjögur námskeið í boði Siglingaöryggisstofnunar Evrópu - EMSA.

 

Sérstök skoðunarherferð var gerð af Siglingarstofnun Íslands á skemmtiferðaskipum sem voru á leið til Jan Mayen/Svalbarða eða Grænlands í sumar. Athugað var með ákveðinn búnað sem á að vera á skipum sem sigla í is og könnuð reynsla yfirmanna í brú við að sigla í ís. Í þessum tilgangi var farið í 17 skip.


Skipin 70 sem skoðuð voru á árinu voru frá 25 þjóðlöndum og skiptust þannig:

 

Antigua & Barbúda

12

Litháen

1

Barbados

3

Bretland

1

Kýpur

2

Bandaríkin

1

Panama

3

Frakkland

2

Bahamas

6

Falklandseyjar

1

Malta

6

Grikkland

1

Noregur

2

S-Kórea

1

Líbería

3

Cookeyjar

1

Færeyjar

6

Dómíníska lýðveldið

3

Holland

5

Kína

3

Marshalleyjar

1

St. Kitts

1

Danmörk

3

Egyptaland

1

 

 

Filippseyjar

1

 

Kyrrsett skip voru

0

Athugasemdir gefnar

52

Athugasemdir teknar út

61

 

Skoðuð voru skip í flestum landshlutum á árinu:

Straumsvík

2

Grindavík

2

Grundartangi

13

Hafnarfjörður

3

Reykjavík

20

Akureyri

3

Reyðarfjörður

4

Vestmanneyjum

2

Helguvík

2

Sandgerði

2

Seyðisfjörður

2

Mjóeyrarhöfn

6

Neskaupstaður

7

Þorlákshöfn

2