Ný gjaldskrá Siglingastofnunar Íslands

Í dag tekur gildi ný gjaldskrá fyrir Siglingastofnun Íslands, nr. 1145/2012. Eldri gjaldskrá nr. 815/2011 fellur úr gildi á sama tíma, en hún hefur gilt frá 1. september 2011.
Með nýju gjaldskránni hækka gjöld almennt um 7,2%. Er það í samræmi við verðlagsforsendur fjárlaga fyrir árin 2011 og 2012, en þar er miðað við að sértekjur Siglingastofnunar hækki um 7,2% á þessum árum.
Frá sama tíma tekur gildi fyrir Siglingastofnun ný þjónustugjaldskrá nr. 1/2013 sem kemur í stað þjónustugjaldskrár 1/2012 frá 28. febrúar 2012.