Opnun tilboða í lengingu harðviðarbryggju

11.12.2012

Húsavík.

Þriðjudaginn 11. desember 2012 voru opnuð tilboð í verkið „ Húsavík - Lenging harðviðarbryggju við Suðurgarð“. Tilboðin voru opnuð samtímis á bæjarskrifstofu Norðurþings á Húsavík og á skrifstofu Siglingastofnunar í Kópavogi.

Þessi tilboð bárust:

Tilboðsgjafi

Upphæð

Trésmiðjan Rein ehf.

Kr. 118.999.600.-

Árni Helgason ehf.

Kr. 104.962.700.-

Íslenska Gámafélagið ehf.

Kr. 102.020.800.-

Kostnaðaráætlun hönnuða

Kr. 108.549.000.-

Spurt var um athugasemdir fyrir og eftir opnun en engar gerðar.