Auglýsing um útboð í Landeyjahöfn

1.12.2012

Landeyjahöfn

Siglingastofnun óskar eftir tilboðum í gerð þjónustubryggju í Landeyjahöfn.

  • Uppúrtekt og endurröðun á grjóti - um 1.700 m 3
  • Rekstur stálþils, 34 plötur
  • Stálþilsfestingar, 33 m
  • Fylling - um 1.300 m 3
  • Steyptur kantbiti - um 44 m
  • Steypt þekja - um 220 m 2

Verkinu skal lokið eigi síðar en 31. maí 2013.

Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Siglingastofnunar, Vesturvör 2 í Kópavogi frá þriðjudeginum 4. desember 2012, gegn 5.000 kr. greiðslu.

Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 18. desember 2012 kl. 11:00.