Ný reglugerð um skipsbúnað

20.11.2012

Innanríkisráðuneytið hefur sett nýja reglugerð til að bæta öryggi á sjó og vinna gegn mengun sjávar.

Innanríkisráðuneytið hefur sett nýja reglugerð nr. 927/2012 um breytingu á reglugerð nr. 589/2004 um skipsbúnað, en hún er innleiðing á tilskipunum framkvæmdastjórnarinnar 2011/75 (bls. 889) og 2010/68 (bls. 940) um br. á tilskipun ráðsins 96/98 um búnað um borð í skipum.

 

Markmið reglugerðarinnar nr. 589/2004, sbr.  breytingar á henni nr. 779/2010  og nr. 862/2010, er að bæta öryggi á sjó og koma í veg fyrir mengun sjávar með því að beita á einsleitan hátt viðeigandi alþjóðlegum gerningum við viðurkenningar á skipsbúnaði sem talinn er upp í viðauka A við reglugerðina og koma á fyrir um borð í skipum. 

 

Reglugerðin gildir um markaðssetningu skipsbúnaðar (framleiðendur og seljendur) sem nota á um borð í skipum sem alþjóðasamningar taka til og er ætlað að koma í veg fyrir að alþjóðlegir staðlar séu teknir upp með ólíkum hætti og koma í veg fyrir óþarfa kostnað og stjórnsýslumeðferð vegna viðurkenningar á skipsbúnaði.

 

Reglugerð innleiðing á tilskipun ráðsins 396L0098  frá 20. desember 1996 um búnað um borð í skipum, sem hefur verið breytt nokkrum sinnum með tilskipunum 398L0085, 32001L0053 , 32002L0075, 2008/67 og 2009/26/EB (EES-viðbæti nr. 56, bls. 242)., 2010/68 (bls. 940) og 2011/75 (bls. 889).