Auglýsing um útboð

19.11.2012

Húsavík, lenging harðviðarbryggju.

Hafnarstjórn Norðurþings óskar eftir tilboðum í verkið „Húsavík: Lenging harðviðarbryggju við Suðurgarð“.

Helstu verkþættir:
Jarðvinna, múrbrot, fylling og grjótvörn
Steypa 134 m langan landvegg, steypa 215 m³
Reka niður 85 staura
Byggja 950 m² bryggju úr harðvið
Lagnir fyrir vatn og rafmagn
Malbikun um 850 m²

Verkinu skal lokið eigi síðar en 15. september 2013.

Útboðsgögn verða afhent á bæjarskrifstofu Norðurþings, Ketilsbraut 7-9, 640 Húsavík og hjá Siglingastofnun, Vesturvör 2, Kópavogi frá þriðjudeginum 20. nóvember 2012, gegn 5.000 kr. greiðslu.

Tilboð verða opnuð á sömu stöðum þriðjudaginn 11. desember, 2012 kl. 11:00.