Skipstjórnar- og vélstjórnarnemar frá Tækniskólanum í heimsókn

14.11.2012

Helgi Jóhannesson forstöðumaður á stjórnsýslusvið og nemendur hans fylgjast með kynningu Gísla Viggóssonar á vefnum um Veður og sjólag.

Í gær heimsóttu Siglingastofnun nemendur úr Tækniskólanum, skóla atvinnulífsins, en þeir eru í skipstjórnar- og vélstjórnarnámi. Í kynningu var farið yfir almenna starfsemi stofnunarinnar og rætt sérstaklega upplýsingar á heimasíðu um veður og sjólag, hafnagerð, rannsóknarverkefni og farið yfir bókaútgáfu stofnunarinnar sem nýtt hefur verið sem námsgögn við skólann. Umræður spunnust um umfjöllunarefnið og var heimsóknin vel heppnuð.