Viðurkenndur búnaður við hífingar

13.11.2012

Mikilvægt er að réttur búnaður sé notaður við hífingar.

Siglingastofnun minnir á að einungis skal nota viðurkenndan ásláttarbúnað við hífingar og einnig þegar um er að ræða löndun úr skipum og bátum, t.d. með fiskkerum. Bent er á að prófaður og CE-merktur ásláttarbúnaður sem er sérstaklega ætlaður til að nota við hífingar á fiskkerum er fáanlegur hér á landi.

Sameiginlegt bréf Vinnueftirlitsins og Siglingastofnunar þessa efnis var sent félögum útgerðarmanna og sjómannafélögum, höfnum o.fl í vor. Þar er þeim tilmælum beint til þeirra sem stunda löndun úr skipum og bátum að yfirfara verklag og tryggja að einungis réttur búnaður sé notaður. Þannig er mögulegt að stíga stórt skref í þá átt að fyrirbyggja frekari slys og óhöpp.

Varðandi ásláttarbúnað og verklag við löndun.