Minningarmark um Pourquoi Pas? afhent til varðveislu

Siglingastofnun Íslands hefur falið Háskólasetri Suðurnesja til varðveislu lágmynd eftir Ríkharð Jónsson í eigu stofnunarinnar af franska heimskautafaranum Jean-Baptiste Charcot.
Hið sviplega slys sem varð 16. september 1936, þegar franska hafrannsóknarskipið Pourquoi Pas? fórst í Faxaflóa, í skerjaklasanum úti af Mýrunum, varð til þess að hafinn var undirbúningur byggingar vita til að vara við skerjunum. Ákveðið var að reisa vita á Þormóðsskeri sem er syðst og vestast í skerjaklasanum. Vitinn var tekinn í notkun árið 1947 og gekk fyrir gasi til ársins 1992 þegar hann var rafvæddur með sólarorku. Inni í vitanum er minningarmark um atburðinn og er umræddur skjöldur Siglingastofnunar gerður af honum.
Í Háskólasetri Suðurnesja í Sandgerði stendur nú yfir sýningin „
Heimskautin heilla
“ um Jean-Baptiste Charcot. Er hún haldin í sölum þar sem líkt er eftir brú og káetu í skipi frá tíma heimskautafarans.