Bjölluskápar leystir af hólmi

5.11.2012

Ný tækni og samræmt neyðarnúmer 112 hefur nú leyst bjölluskápana af hólmi.

Felld hafa verið út ákvæði sem fjölluðu um bjölluskápa í kaflanum um slysavarnir í höfnum í reglugerð um hafnamál nr. 326/2004. Slíkir bjölluskápar voru áður öryggistæki svo gera mætti viðvart um óhöpp eða slys t.d. til næstu lögreglustöðvar. Ný tækni og eitt samræmt neyðarnúmer 112 hefur nú leyst bjölluskápana af hólmi.

Hafnasamband Íslands lagði til við innanríkisráðuneytið að umrædd ákvæði yrðu felld út úr reglugerð um hafnir og var það gert með reglugerð nr. 584/2012 að fengnum jákvæðum umsögnum hafnaráðs og siglingaráðs.