Fiskimenn njóti aukins öryggis og velferðar

29.10.2012

Fiskiskip í Reykjavíkurhöfn.

Aðilar vinnumarkaðarins í Evrópu hafa gert með sér samning um innleiðingu og framkvæmd samþykktar Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO) nr. 188, um vinnu við fiskveiðar, 2007. Samkomulagið hefur verið lagt fyrir framkvæmdastjórn ESB með ósk um að það verði gert skuldbindandi fyrir aðildarríki samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES).

Kjarni samþykktarinnar felst í ákvæðum sem fela í sér að fiskimenn njóti aukins öryggis og heilbrigðis við vinnu og læknishjálpar á sjó og að veikir eða slasaðir sjómenn á fiskiskipum fái umönnun í landi. Þá eru ákvæði í samþykktinni um hvíldartíma sjómanna. Einnig er með samþykktinni ætlað að tryggja að fiskiskip séu smíðuð og þeim viðhaldið með hliðsjón af því að sjómenn dvelja oft langdvölum um borð í skipunum. Samþykktin kveður einnig á um að fiskimenn njóti verndar í krafti kjarasamninga og að þeir njóti almannatryggingarverndar eins og aðrir. Jafnframt er kveðið á um það í samþykktinni að fiskiskip af ákveðinni stærð og í löngum sjóferðum geti sætt hafnaríkiseftirliti í erlendum höfnum til að tryggja öryggi og heilsu skipverja þess.

Hér má nálgast íslenska útgáfu samþykktar ILO um vinnu við fiskveiðar. Siglingastofnun hefur gert samantekt um nauðsynlegar laga- og reglugerðarbreytingar  vegna hugsanlegrar fullgildingar Íslands á samþykktinni.

Heimasíða ILO:
Work in Fishing Convention 
Fullgildingar ríkja á Work in Fishing Convention

Frásagnir af fundi ILO um fiskiskipasamþykkt
96. þing Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO) 30. maí – 15. júní 2007

Frétt félagsmálaráðuneytisins um ávarp félagsmálaráðherra á þinginu
Frétt félags- og tryggingarmálaráðuneytisins um samþykkt um vinnuskilyrði fiskimanna.

93. allsherjarþing Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO) 31. maí til 17. júní 2005

Fundur ILO um vinnuaðstöðu um borð í fiskiskipum 2.-4. september 2003Ensk greinargerð

Aðrar upplýsingar:

Fiskimannasamþykktin og skýrsla þingnefndar um samþykktina (á ensk
Stofnun ESB um öryggi og heilsu á vinnustöðum