Námskeið fyrir verndarfulltrúa skipa og fyrirtækja

23.10.2012

Skemmtiferðaskip siglir inn í Vestmannaeyjahöfn.

Siglingastofnun Íslands og Tækniskólinn standa í sameiningu námskeiðum fyrir verndarfulltrúa skipa (SSO) og verndarfulltrúa fyrirtækja (CSO).

Námskeið fyrir verndarfulltrúa skips og verndarfulltrúa fyrirtækja er haldið í samræmi við ákvæði SOLAS alþjóðasamþykktarinnar (1974) um öryggi mannslífa á hafinu og ISPS-kóða um siglingavernd. Einnig er tekið mið af reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) um að efla vernd skipa og hafnaraðstöðu nr. 725/2004 sem og lög um siglingavernd nr. 50/2004 og reglugerð um framkvæmd siglingaverndar nr. 265/2008.

Námskeiðið verður haldið hjá Siglingastofnun í Kópavogi dagana 27. – 29. nóvember 2012. Skráningarfrestur er til 16. nóvember og fer skráning fram á heimsíðu Tækniskólans .

Lágmarksfjöldi þátttakenda á námskeiðið er 10 og hámarksfjöldi er 24. Ef lágmarksfjölda er ekki náð fellur námskeiðið niður.
Upplýsingar um námskeiðið veitir Marta Loftsdóttir verkefnastjóri námskeiða hjá Tækniskólanum í síma 514 9602.