Tilboð í verk á Seyðisfirði

11.10.2012

Lýsisbryggja á Seyðisfirði.

Fimmtudaginn 11. október 2012 voru opnuð tilboð í verkið „ Seyðisfjörður - stækkun á Lýsisbryggju“. Tilboðin voru opnuð samtímis á bæjarskrifstofu Seyðisfjarðarkaupstaðar og á skrifstofu Siglingastofnunar í Kópavogi.

Þessi tilboð bárust:

Tilboðsgjafi

Upphæð

Sandblástur ehf., Seyðisfirði

Kr. 27.124.000.-

Guðmundur Guðlaugsson, Dalvík

Kr. 20.455.550.-

Kostnaðaráætlun verkkaupa

Kr. 22.427.500.-

Spurt var um athugasemdir fyrir og eftir opnun en engar gerðar.