Breyting á reglugerð um köfun

2.10.2012

Mynd af kafara í sjó

Innanríkiráðuneytið hefur sett reglugerð nr. 762/2012 um breytingu á reglugerð um köfun nr. 535/2001.

Með reglugerðinni er kveðið á um nýjan flokk atvinnuskírteina til köfunar, þ.e. F-skírteini sem heimilar leiðsögu- eða yfirborðsköfun með ferðamenn til þeirra sem hafa réttindi sem PADI Divemaster, eða sambærileg réttindi frá viðurkenndum alþjóðlegum köfunarsamtökum.

Markmið breytinganna er einkum að bæta öryggi ferðamanna með því að gera tilteknar kröfur til þeirra sem bjóða upp á leiðsöguköfun og yfirborðsköfun með ferðamenn. Er hér fyrst og fremst verið að bregðast við aukinni atvinnuköfun í tengslum við ferðaþjónustu, einkum köfun í Silfru á Þingvöllum.

Eldri fréttir:

9. febrúar 2012: Útgefin skírteini Siglingastofnunar Íslands 

Lög og reglur um köfun

Upplýsingasíða Siglingastofnunar Íslands um köfun.

Rannsóknarnefnd sjóslysa - köfunarslys