Heimsókn frá Evrópusambandinu

28.9.2012

Fáni Evrópusambandsins.

Á dögunum fékk Siglingastofnun Íslands heimsókn frá fulltrúum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins ( DG Employment Health, Safety and Hygiene at Work Unit) ásamt fulltrúum frá sendiskrifstofu ESB, innanríkisráðuneytinu og utanríkisráðuneytinu til að ræða heilbrigðismál og vinnuöryggi um borð í íslenskum skipum. Hópurinn heimsótti einnig innanríkisráðuneytið, Flugmálastjórn og Vinnueftirlitið til að ræða mál er snerta vinnuöryggi á landi og í flugi.

 

Markmið heimsóknarinnar var að: 

1. ræða innleiðingu ESB-gerða í íslenskar reglur að því er varðar heilbrigðismál og vinnuöryggi um borð í íslenskum skipum (helstu áherslumál í tilskipun 89/391/EBE)

2. að ræða almennt stöðu heilbrigðismála og vinnuöryggis um borð í íslenskum skipum

3. að safna upplýsingum um skipulag stjórnsýslu og getu til að framfylgja reglum á sviði heilbrigðismála og vinnuöryggis um borð í íslenskum skipum.

 

Á fundinum kom fram að hópurinn væri að kynna sér stöðu heilbrigðis og vinnuöryggis á Íslandi í framhaldi af aðildarumsókn Íslands að ESB um þau mál er fjallað í 19.kafla um félags- og vinnumál.

 

Ísland hefur innleitt tilskipun ráðsins nr. 89/391/EBE frá 12. júní 1989 um lögleiðingu ráðstafana er stuðla að bættu öryggi og heilsu starfsmanna á vinnustöðum með reglugerð um lágmarkskröfur er varða öryggi, hollustuhætti og heilsu við vinnu um borð í skipum, 200/2007.

 

Fræðsluefni um heilbrigði og vinnuöryggi um borð í skipum sem Siglingastofnun Íslands hefur gefið út:

Pési:

Þjónustu-, þjálfunar- og öryggishandbækur í fiskiskipum

Myndbönd:

Vinnuöryggi við fiskveiðar fyrri hluti

Vinnuöryggi við fiskveiðar seinni hluti

Vinnuöryggi á vinnsluþilfari

Bækur:

Heilsuvernd sjómanna 2008 Vinnuvistfræði fyrir sjómenn 2004
Lækningabók sjófarenda 2003