Auglýsing um útboð á Seyðisfirði

Hafnarmálaráð Seyðisfjarðarkaupstaðar óskar eftir tilboðum í stækkun a Lýsisbryggju.
Helstu magntölur eru:
- Rif á hluta Lýsisbryggju um 170 m2
- Rekstur á 35 tréstaurum
- Bryggjusmíði um 105 m2
- Jarðvinna, fylling og grjótvörn um 540 m3
Verkinu skal lokið eigi síðar en 1. mars 2013.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Seyðisfjarðarkaupstaðar, Hafnargötu 44, 710 Seyðisfirði og hjá Siglingastofnun Íslands, Vesturvör 2, 200 Kópavogi, frá og með þriðjudeginum 25. september 2012 gegn 5.000 kr. greiðslu.
Tilboð verða opnuð á sömu stöðum fimmtudaginn 11. október 2012 kl. 11.00