Hafnasambandsþing 2012

24.9.2012

Hafnasambandsþingið 2012 var haldið í Vestmannaeyjum.

Hafnasambandsþing var haldið í Vestmannaeyjum dagana 20. og 21. september. Á dagskrá þingsins flutti Gísli Gíslason, formaður sambandsins ávarp og gerði grein fyrir skýrslu stjórnar. Í máli hans kom m.a. fram að frá síðasta þingi fyrir tveimur árum hafi hagur íslenskra hafna að sumu leyti vænkast, einkum vegna hækkunar aflagjalda. Uppistaðan í tekjum flestra hafna eru aflagjöldin sem hafa hækkað að raungildi vegna aukins afla, ágæts verðs á mörkuðum erlendis og lágu gengi íslensku krónunnar.

Aðrir sem til máls tóku voru Skúli Þórðarson, gjaldkeri hafnasambandsins, Friðfinnur Skaftason frá innanríkisráðuneytinu, Gunnlaugur A. Júlíusson frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Sigurrós Friðriksdóttir frá Umhverfisstofnun og Hermann Guðjónsson siglingamálastjóri. Í erindi sínu fjallaði Hermann m.a. um fyrirhugaðar breytingar á samgöngustofnunum, en sem kunnugt er hefur innanríkisráðherra lagt fram fyrir alþingi frumvörp um tvær stofnanir stjórnsýslu og framkvæmda í stað þeirra fjögurra stofnana samgöngumála sem fyrir eru.

Fréttir af þinginu og ályktanir þess má finna á vef hafnasambandsins .

Mynd frá Hafnasambandsþinginu
Frá hafnasambandsþinginu í Vestmannaeyjum.