Sjóvörn hjá Höfnum

Lokið er gerð sjóvarnargarðs hjá Höfnum í Reykjanesbæ, en verkið er tilkomið vegna rofs í sjávarkambinum. Ölduálag er talsvert mikið við Hafnir og flóðahætta allvíða með ströndinni þar sem land er lágt og ágangur sjávar mikill. Heildarlengd nýja garðsins er 300 metrar. Verktaki var Glaumur ehf. í Garðabæ sem var lægstbjóðandi og lauk verkefninu á tilsettum tíma.