Nýr sjóvarnargarður

17.9.2012

Nýr sjóvarnargarður á Þórshöfn

Lokið er gerð sjóvarnargarðs á Þórshöfn sem auglýstur var til útboðs í vor. Nýi garðurinn, sem er 172 metra langur, er til varnar Bakkavegi og tengist brimvarnargarði sem fyrir var. Var grjótið fengið úr námu í landi Langanesbyggðar.

Verktaki nýja sjóvarnargarðsins var Norðurtak á Sauðárkróki sem var lægstbjóðandi. Framvinda verkefnisins var til fyrirmyndar og kostaður samkvæmt áætlun.