Ráðstefna um öryggi og grænar lausnir í siglingum

19.9.2022

Markmið ráðstefnunnar er að kynna nýsköpun og nýjar lausnir í sjósókn og siglingum sem draga úr umhverfisáhrifum og/eða auka öryggi sjófarenda, þ.m.t. orkuskipti, bætta orkunýtingu og siglingaöryggi. Fjölmörg fyrirtæki munu halda fyrirlestra um lausnir sínar og framtíðarsýn.

Öll eru velkomin á ráðstefnuna en skráning fer fram á vef Samgöngustofu. Fundarstjóri er Hildur Hauksdóttir, sérfræðingur í umhverfismálum hjá Samtökum i sjávarútvegi.

SKRÁNING Á RÁÐSTEFNU


Dagskrá:

· Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra, setur ráðstefnuna.

· Zero emission journey of the Norwegian maritime sector.

Kristina Storegjerde Skogen, Ocean Hyway Cluster, Noregi.

· Ankeri – Gögn til gagns: Að finna hentugustu skipin fyrir alþjóðleg flutningaskipafyrirtæki.

Kristinn Aspelund, framkvæmdastjóri & einn stofnenda Ankeri Solutions.

· Grænna varaafl í öruggum skrefum.

Linda Fanney Valgarðsdóttir, framkvæmdastýra Alor ehf.

· Sidewind vindmyllugámar.

Óskar Svavarsson og María Kristín Þrastardóttir, stofnendur Sidewind ehf.

· Leiðbeinandi siglingakerfi fyrir aukið öryggi og grænni siglingar.

Karl Birgir Björnsson, framkvæmdastjóri Hefring Marine

· Kaffihlé

· Umhverfisvænni veiðarfæri.

Einar Skaftason veiðarfærahönnuður hjá Hampiðjunni

· Ljósvarpan.

Torfi Þórhallsson, Optitog ehf.

· Strandvari, fyrir öryggi og umhverfið.

Þórarinn Heiðar Harðarson, framkvæmdastjóri Strandsýn ehf.

· Kolefnislausar fiskveiðar - Raunhæft markmið, hvernig og hvenær?

Hallmar Halldórs, Clara energy

· Með Stanley yfir Breiðafjörð

Tinna Rún Snorradóttir, rannsóknarstjóri Bláma

· Straumhvörf á sjó – rafvæðing minni farþegabáta

Árni Sigurbjarnarson og Oddvar Haukur Árnason, Brim Explorer / Ocean e-Connect

· Fjármögnun nýsköpunar og þróunar

Jón Björn Skúlason, framkvæmdastjóri ísl. Nýorku

· Samantekt og ráðstefnuslit.

Ásta Þorleifsdóttir, varaformaður fagráðs um siglingamál

Veitingar og létt spjall í boði innviðaráðuneytis