Reglugerð ESB um endurvinnslu skipa nr. 1257/2013
Þann 1. janúar 2021 kemur reglugerð nr. 1257/2013 til framkvæmda innan evrópska efnahagssvæðisins. Áform eru um að þessi reglugerð verði lögfest hér á landi á næstu misserum. Það breytir því ekki að að skip stærri en 500BT sem koma til hafnar í evrópskum höfnum eða halda utan íslensku efnahagslögsögunnar munu þurfa að hafa innanborðs skírteini til staðfestingar að útbúið hafi verið birgðaskrá yfir hættuleg efni(IHM) fyrir skipið í samræmi við ákvæði reglugerðarinnar, eða svokallað birgðaskrárvottorð (IHM certificate).
Útfærsla á þeim reglum sem gilda munu um skip yfir 500BT sem eingöngu starfa innan íslensku efnahagslögsögunnar eru í vinnslu og mun verða kynnt sérstaklega sú útfærsla þegar hún liggur fyrir.
Birgðaskrár skulu teknar saman og vottaðar af viðurkenndu flokkunarfélagi fyrir hönd Samgöngustofu. Samgöngustofa beinir því til útgerða þeirra skipa sem falla undir reglurnar að hafa samband við viðurkennt flokkunarfélag varðandi leiðbeiningar um næstu skref til að framfylgja reglunum.