Sannprófun á brúttóþunga pakkaðra gáma

29.6.2016

Mjög mikilvægt er að þekkja nákvæman brúttóþunga pakkaðra gáma til að tryggja rétta lestun, stöðugleika, stöflun og frágang með það í huga að koma í veg fyrir stöðugleikavandamál, að gámastæður hrynji eða gámar fari fyrir borð. Þetta er mikilvæg öryggisráðstöfun sem miðar að því að bjarga mannslífum, koma í veg fyrir meiðsl og tap á verðmætum. 

Hinn 1. júlí 2016 öðlast gildi nýjar kröfur SOLAS-samþykktar Alþjóðasiglingamála­stofnunarinnar IMO sem kveða á um að sannprófa þurfi brúttóþunga pakkaðra gáma. Hér má finna svör við ýmsum spurningum sem varða þessar kröfur.