Styrkir til hugvitsmanna

til verkefna sem ætlað er að auka öryggi sjófarenda

3.3.2023

Ár hvert veitir Samgöngustofa styrk/styrki til ýmissa rannsóknarverkefna sem tengjast öryggi skipa, atvinnusjómanna, farþega og búnaðar um borð í skipum sem og verkefna sem snúa að heilsusamlegu umhverfi sjófarenda.

Gert er ráð fyrir að veita styrki til einstaklinga og/eða félaga sem koma með tillögur að lausnum í þessa átt. Heildarstyrkupphæðin hljóðar upp á 2.500.000 krónur að hámarki hvert ár og er öllum frjálst að sækja um.

Umsókn skal senda á netfangið styrkur@samgongustofa.is og skal umsókninni fylgja útfyllt eyðublað sem finna má hér á Word formi og hér á pdf formi. Einnig skal fylgja greinargóð lýsing á verkefninu í heild sem og greinargerð fyrir því hvaða hluta verkefnisins styrkurinn mun nýtast í. Nánar má finna um styrkinn hér að neðan.

Umsóknarfrestur 2023 er til 15. maí

 

Ítarlegri upplýsingar má finna hér

AUGLYSING.stor-2023-copy