Þjónustuskipið Sif kyrrsett
Við hafnarríkisskoðun á M/V Sif á Eskifirði 5. október sl., voru gerðar athugasemdir við útrunnin skráningarskírteini frá færeyska skipaeftirlitinu Sjóvinnustýrið. Var skipið kyrrsett vegna vöntunar á skráningar- og skoðunarpappírum.
Skipið er smíðað 2017 í Færeyjum, heimahöfn þess er Fuglafjörður. Skv. færeysku skipaskránni er eigandi þess Laxar Fiskeldi ehf.
Þegar skoðun hefur leitt í ljós að skipspappírar hafa verið leiðréttir verður kyrrsetningu aflétt af skipinu.
Uppfært 19.10.2018: Skipið hefur verið skráð á íslenska skipaskrá og fengið íslenskt haffæriskírteini. Kyrrsetningu þess hefur því verið aflétt.