Um heimildir RIB-báta

3.8.2018

Að gefnu tilefni áréttar Samgöngustofa að ekki er heimilt að flytja farþega á milli staða á svokölluðum RIB-bátum og það samrýmist ekki farþegaleyfi sem um þá gilda. Heimildir þessara báta einskorðast við útsýnis- og skoðunarferðir.

Ástæða þessa er að RIB-bátar og starfræksla  þeirra mæta ekki reglum sem gilda um farþegaflutninga gilda, t.d. kröfur um smíði, aðbúnað, útfærslu öryggisáætlana o.fl. Um er að ræða öryggiskröfur.  Einungis Herjólfur hefur nú farþegaleyfi til flutninga á fólki til siglinga milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja.