Viðskiptaáætlun um bíódísil

8.3.2017

Í gær skilaði Dr. Vífill Karlsson hjá Sambandi sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) viðskiptaáætlun sem byggir á hugmyndum Samgöngustofu um bíódísilverksmiðju sem framleitt geti 5000 tonn af bíódísil sem eldsneyti fyrir fiskiskipaflotann á Íslandi. Má finna viðskiptaáætlunina hér og greinargerð Samgöngustofu frá árinu 2014 má finna hér .

Hugmyndin er að íslenskir bændur framleiði repjufræ í verksmiðjuna en þar til íslensk ræktun er komin á það stig að fullnægja þörf verksmiðjunnar verða frækornin flutt inn til landsins.

Viðskiptaáætlunin er jákvæð og sýnir niðurstaða þeirra hjá SSV að verksmiðjan myndi skila 15% hagnaði miðað við gefnar forsendur.