Villa í rafrænum eyðublöðum

29.4.2020

Frá því um 14.30 á þriðjudag hefur ekki verið hægt að senda inn rafrænar umsóknir á vef Samgöngustofu. Unnið er að því að leysa vandann. Formin eru opin en ekki er hægt að senda inn umsókn. Notandi fær villu sem er merkt 404 og þýðir að umsóknin hefur ekki skilað sér. Samgöngustofa biðst velvirðingar á þeim töfum sem þetta veldur.

Notendur geta sent póst á samgongustofa@samgongustofa.is þar sem tiltekið er allt sem merkt er með rauðri stjörnu í umsókninni. Þá er hægt að byrja að vinna með umsóknina.