Aukning í ökutækjaskráningum - 22.12.2015

Það sem af er árinu hefur veruleg aukning orðið í nýskráningum ökutækja. Í gær höfðu samtals 18.616 ökutæki verið nýskráð í samanburði við 12.982 á sama tímabili í fyrra. 

Lesa meira

Afgreiðslutímar yfir hátíðirnar - 21.12.2015

Samgöngustofa verður lokuð á aðfangadag. Á gamlársdag verður aðeins opið í ökutækjaskráningum á milli klukkan 9:00 og 12:00. Að öðru leyti verður afgreiðslutími með eðlilegu sniði.

Gleðileg jól!

Lesa meira

Jóladagatal fyrir börn - 3.12.2015

Tilgangur dagatalsins er að rifja upp mikilvægar umferðarreglur sem hverju barni er nauðsynlegt að kunna. Alla daga fram að jólum birtist ný spurning sem grunnskólabörn geta svarað þegar þau opna jóladagatalið á slóðinni www.umferd.is. Lesa meira

Uppfærsla á kerfum - 27.11.2015

Kerfi Samgöngustofu verða uppfærð í dag eftir kl. 18 og reikna má með að vefþjónustur fyrir ökutækjaskrá liggi niðri frá þeim tíma og til hádegis á laugardag.

Lesa meira

Vefur Samgöngustofu í hópi fimm bestu ríkisvefjanna - 26.11.2015

Á Degi upplýsingatækninnar voru kynntar niðurstöður úr könnuninni „Hvað er spunnið í opinbera vefi 2015?“. Af alls 147 vefjum ríkisstofnana sem skoðaðir voru var vefur Samgöngustofu í hópi þeirra fimm sem besta útkomu hlutu. 

Lesa meira

Vegna umfjöllunar FÍB - 25.11.2015

Vegna umfjöllunar í tímariti FÍB um endurskráningu bifreiðar vill Samgöngustofa árétta að reglur um skráða tjónabíla og niðurrifslása eru skýrar af hálfu stofnunarinnar og eftir þeim er farið. Lesa meira

Öruggur akstur eldri borgara - 4.11.2015

Félag eldri borgara í Reykjavík, í samvinnu við Samgöngustofu, heldur upprifjunarnámskeið í öruggum akstri fyrir eldri ökumenn. Þetta fyrsta námskeið er gjaldfrjálst og opið öllum eldri borgurum.

Lesa meira

Áhrif verkfalls SFR - 13.10.2015

Verði af verkfalli félagsmanna SFR raskar það starfsemi Samgöngustofu þannig að afgreiðsla og símaver lokar. Því yrði hvorki hægt að móttaka né afhenda gögn. Starfsfólk annarra stéttarfélaga verður við störf, finna má öll netföng hér.

Lesa meira

Vetrarhjólbarðar og notkun nagladekkja - 30.9.2015

Það má nota neglda hjólbarða frá og með 31. október til og með 15. apríl nema þess sé þörf á öðrum tímum vegna akstursaðstæðna

Lesa meira

Könnun á öryggi barna í bílum - 29.9.2015

Það er óhætt að segja að foreldrar og forráðamenn barna séu yfirleitt til fyrirmyndar hvað varðar öryggi barna í bíl.

Lesa meira

Göngum í skólann og nýr Umferðarvefur - 9.9.2015

Á vefnum efni er fjölbreytt efni sem gagnast kennurum og foreldrum til að fræða börnin á markvissan og árangursríkan hátt um umferðaröryggi

Lesa meira

Endurmenntun bílstjóra með réttindi til að stjórna bifreið í C1-, C-, D1-, og D-flokki í atvinnuskyni - 6.8.2015

27. febrúar s.l. tóku gildi breytingar á umferðarlögum (lög nr. 13/2015) sem m.a. fela í sér kröfu um endurmenntun ökumanna stórra ökutækja í C1-, C-, D1-, og D-flokki til farþega- og vöruflutninga í atvinnuskyni.

Lesa meira

Keyrum fullklædd - 25.6.2015

Samgöngustofa og Vís stóðu fyrir óvenjulegri keppni um það hver væri fljótastur að spenna á sig öryggisbelti. Forystufólk íslenskra stjórnmálaflokka lagði málefninu lið með þátttöku í keppninni og boðskapurinn er skýr: Öryggisbeltið bjargar mannslífum. Hér má sjá stórskemmtilega viðureign stjórnmálafólksins.

Lesa meira

Hjólreiðakeppni á þjóðvegum landsins - 23.6.2015

Alþjóðlega hjólreiðakeppnin WOW Cyclothon hófst í dag og stendur til 26. júní. Á annað hundrað lið taka þátt að þessu sinni og því má gera ráð fyrir verulegri fjölgun hjólreiðafólks á þjóðvegum landsins næstu daga. Mikilvægt er að allir vegfarendur, jafnt hjólandi sem akandi, sýni gagnkvæma tillitssemi á meðan á keppninni stendur.

Lesa meira

Viðskiptavinir athugið - 15.6.2015

Samgöngustofa styður jafnrétti og því verður stofnunin lokuð frá kl. 12 á hádegi, föstudaginn 19. júní, í tilefni af aldarafmæli kosningaréttar kvenna á Íslandi.

Lesa meira

Landsliðið í átaki með Samgöngustofu - 9.6.2015

Í morgun var fyrsta æfing íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu fyrir væntanlegan leik gegn Tékkum þann 12. júní. Við upphaf æfingarinnar afhenti Ása Sigurjóna Þorsteinsdóttir 22 ára leikmönnun íslenska liðsins sérstakar treyjur sem með áhrifamiklum hætti virka sem hvatning til allra um notkun öryggisbelta. Um er að ræða samstarfsverkefni KSÍ og Samgöngustofu.  Lesa meira

Góður fundur með bifhjólafólki - 28.4.2015

Í gær var haldinn fundur hjá Samgöngustofu um málefni og öryggi bifhjólamanna. Var hann vel sóttur af áhugafólki og spunnust líflegar umræður um málin. Hér má sjá áhugaverðar glærur af fundinum. Lesa meira

Fundur með bifhjólafólki - 20.4.2015

Samgöngustofa boðar til sérstaks fundar um málefni og öryggi bifhjólamanna í Ármúla 2 mánudaginn 27. apríl klukkan 18:00. Fundurinn er opinn öllu bifhjólafólki sem láta sig bifhjól og bifhjólmenningu varða. 

Lesa meira

Samgöngustofa ekki tilbúin í skráningar á léttum bifhjólum - 1.4.2015

Eins og fram hefur komið hafa ýmsar breytingar á umferðarlögum tekið gildi. Þar á meðal eiga létt bifhjól í flokki 1 nú að vera skráningarskyld. Samgöngustofa er þó enn ekki tilbúin  til að taka við skráningum þessara hjóla og því frestast sú framkvæmd.

Lesa meira

Ný þjónustudeild hjá Samgöngustofu - 30.3.2015

Í tengslum við skipulagsbreytingar hjá Samgöngustofu er nú verið að setja á laggirnar nýja þjónustudeild á rekstrarsviði. Markmiðið er að þessar breytingar gerist hratt og muni bæta þjónustu við viðskiptavini stofnunarinnar. Til skamms tíma má þó ef til vill búast við einhverjum afgreiðslutöfum á meðan tilflutningar innanhúss og samræming verkferla stendur yfir.

Lesa meira

Breytingar á umferðarlögum - 27.3.2015

Ýmsar breytingar voru gerðar á umferðarlögum nýverið með samþykki Alþingis 17. febrúar 2015. Þar á meðal eru breytingar á lögum um létt bifhjól og endurmenntun atvinnubílstjóra. Hér má finna samantekt um þær helstu.

Lesa meira

Skipulagsbreytingar hjá Samgöngustofu - 25.3.2015

Fjárheimildir í fjárlögum ársins 2015 til reksturs Samgöngustofu eru þrengri en áður hafði verið gert ráð fyrir. Við því hefur verið brugðist með skipulagsbreytingum innan Samgöngustofu, nýju skipuriti sem miðar að hagræðingu, aukinni samhæfingu og áherslu á enn betri nýtingu mannauðs og verkferla. 

Lesa meira

Úthlutun atvinnuleyfa til aksturs leigubifreiða - 23.3.2015

Samgöngustofa auglýsir laus til umsóknar 25 leyfi til leiguaksturs fólksbifreiða á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum. Lesa meira

Leyfishafanámskeið leigubílstjóra - 18.3.2015

Með vísun til laga nr. 134/2001 um leigubifreiðar,  gengst Samgöngustofa fyrir rekstrarleyfisnámskeiði fyrir  leigubílstjóra í Ökuskólanum í Mjódd  dagana 23. – 27. mars 2015.

Lesa meira

Vegna atviks hjá Samgöngustofu fimmtudaginn 12. mars - 13.3.2015

Eftir lokun afgreiðslu í gær varð atvik hjá Samgöngustofu sem nokkuð hefur verið fjallað um í fréttamiðlum. Stofnunin fjallar ekki opinberlega um mál sem varða einstaka viðskiptavini eða starfsmenn en þó skal staðfest að atvikið verður kært og hefur lögreglan málið í sínum höndum. Lesa meira

Breyting í framkvæmdastjórn - 5.3.2015

Ólafur J. Briem hefur beðist lausnar frá stjórnunarskyldum sínum sem framkvæmdastjóri siglingasviðs Samgöngustofu frá og með deginum í dag, 5. mars 2015.

Lesa meira

Réttindanám leyfishafa í fólks- og farmflutningum  - 23.2.2015

Með vísun til laga nr. 73/2001 mun Samgöngustofa standa fyrir námskeiði fyrir fólks – og farmflutninga í Ökuskólanum í Mjódd dagana 9. – 14. mars 2015.

Lesa meira

Vel heppnuð umferðar– og samgönguþing að baki - 20.2.2015

Í gær, fimmtudaginn 18.febrúar, fóru fram umferðarþing og samgönguþing í Hörpu.

Lesa meira

Umferðarþing og samgönguþing verða haldin 19. febrúar - 11.2.2015

Umferðar- og samgönguþing verða haldin fimmtudaginn 19. febrúar í Hörpu í Reykjavík.  Þingin eru skipulögð af innanríkisráðuneytinu, samgönguráði og Samgöngustofu. Umferðarþingið verður haldið milli klukkan 9.00 og 12.15 en samgönguþingið stendur frá klukkan 13.15 til 17.00.

Lesa meira

Starfsdagur Samgöngustofu fimmtudaginn 12. febrúar - 9.2.2015

Vegna starfsdags Samgöngustofu, fimmtudaginn 12.febrúar næstkomandi, verður lágmarksþjónusta hjá stofnuninni frá kl 12:00 á hádegi. Afgreiðslan opnar aftur með eðlilegum hætti klukkan 09:00 föstudaginn 13. febrúar.

Lesa meira

Banaslys í umferð: 1915-2014 - 7.2.2015

Þann 28.janúar síðastliðinn kynnti Óli H. Þórðarson, fyrrum framkvæmdastjóri Umferðarráðs, greiningu sína á banaslysum frá 1915 til 2014 Lesa meira

Vefur Samgöngustofu valinn Besti opinberi vefurinn 2014 - 31.1.2015

Vefur Samgöngustofu, www.samgongustofa.is, vann í gærkveldi, 30.janúar, til verðlauna sem „Besti opinberi vefurinn“ á Íslensku vefverðlaununum 2014.

Lesa meira

Rafrænir reikningar - 30.1.2015

Eins og aðrar stofnanir ríkisins stefnir Samgöngustofa að pappírslausum viðskiptum sem er liður í aukinni hagræðingu, betra yfirliti og hraðari afgreiðslu. Frá og með næstu mánaðamótum, 1. febrúar 2015 mun stofnunin eingöngu senda reikninga rafrænt til viðskiptavina sinna.

Lesa meira

Sýknudómur Hæstaréttar - 26.1.2015

Þann 21. janúar sýknaði Hæstiréttur fjóra atvinnubílstjóra, sem dæmdir höfðu verið í Héraðsdómi Norðurlands eystra, til sektargreiðslu þar sem þyngd bíls þeirra og eftirvagns mældist meiri en umferðarlög leyfa.

Lesa meira

Vefur Samgöngustofu tilnefndur til Íslensku vefverðlaunanna - 21.1.2015

Samtök vefiðnaðarins hafa tilnefnt vef Samgöngustofu til úrslita í tveimur flokkum í árlegri samkeppni um bestu vefi landsins. Vefurinn er tilnefndur í flokkunum „Besti opinberi vefurinn“ og „Aðgengilegasti vefurinn“.  

Lesa meira

Starfsleyfi veitt í þágu aukins umferðaröryggis - 8.1.2015

Nú í desember veitti Samgöngustofa í fyrsta skipti hæfisskírteini til umferðaröryggisrýna. Tilgangur öryggisrýni vegamannvirkja er að fækka umferðarslysum með ákveðinni aðferðarfræði sem Vegagerðin beitir við undirbúning og lagningu nýrra vega sem og við úttektir á vegum sem þegar hafa verið teknir í notkun. Lesa meira

Fyrsta undirritun umferðarsáttmálans - 7.1.2015

Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, undirritaði í dag fyrsta eintakið af Umferðarsáttmálanum sem ætlað er að móta já­kvæða um­ferðar­menn­ingu.

Lesa meira

Varúð vegna breiddar eftirvagna - 6.1.2015

Undir venjulegum kringumstæðum á ekki að standa hætta af breidd eftirvagna en þar sem breidd vega er nú víða mjög takmörkuð vegna snjóruðnings þá getur skapað mikla hættu þegar bílar mætast.

Lesa meira