Afgreiðslutími um jólin - 19.12.2016

Frá kl. 12 á hádegi á Þorláksmessu verður aðeins opið í þjónustudeild  og þriðjudaginn 27. desember verður lokað hjá Samgöngustofu. Að öðru leyti verður afgreiðslutími með venjubundnum hætti. 

Starfsfólk Samgöngustofu óskar landsmönnum gleðilegra jóla og öruggra ferða um hátíðirnar.

Lesa meira

Öfugþróun í umferðinni - 9.12.2016

Það er rétt að benda á að það er undir ökumönnum sjálfum komið að snúa þessari þróun til betri vegar. 

Lesa meira

Fjölgun umferðarslysa sem rekja má til ölvunaraksturs - 6.12.2016

Nú virðist eiga sér stað viðsnúningur og er hann svo mikill að óhætt er að segja að svo ör aukning hafi ekki sést áður á einu ári

Lesa meira

Útboð á ökuprófum - 2.12.2016

Ríkiskaup, fyrir hönd Samgöngustofu, hafa óskað eftir tilboðum í framkvæmd og umsjón skriflegra og verklegra ökuprófa á landinu öllu til fimm ára.

Lesa meira

Þeirra minnst sem hafa látist í umferðinni - 21.11.2016

„En nú hefur þetta þróast á verri veg og slösuðum og látnum fjölgar á ný. Við verðum að grípa til aðgerða."

Lesa meira

Bílar, fólk og framtíðin - 15.11.2016

Á ráðstefnunni verður fjallað um þróun nýrrar tækni í bílum, tækninýjungar í nútíð og framtíð hvernig við getum sem best brugðist við þeim miklu breytingum sem framundan eru.

Lesa meira

Árlegur minningardagur 20. nóvember - 14.11.2016

Alvarlega slösuðum og látnum hefur fjölgað talsvert á þessu ári og stefnir í versta ár síðasta áratuginn

Lesa meira

Ísland.is óvirkt í stuttan tíma - 8.11.2016

Vegna viðhalds verður innskráningarþjónusta Ísland.is óvirk þann 8. nóvember 2016 á milli kl. 20:00 og 20:30 og verður hvorki hægt að skrá sig inn með Íslykli né rafrænum skilríkjum.

Lesa meira

Morgunfundur starfsfólks á föstudaginn - 2.11.2016

Föstudaginn 4. nóvember byrjar starfsfólk Samgöngustofu daginn á morgunfundi sem er liður í því að efla starfsemina. Þann dag mun afgreiðslan opna kl. 10, strax eftir fundinn.

Lesa meira

Skráning ökutækja sem flutt eru til landsins með ferjum - 28.10.2016

Ef ökutæki er flutt til Íslands með Norrænu eða öðrum ferjum, má skila skráningargögnum til sýslumannsins á Seyðisfirði sem framsendir þau til Samgöngustofu.

Lesa meira

Bílar, fólk og framtíðin - 21.10.2016

Þetta er einstök ráðstefna um byltingarkennda þróun bíltækninnar, með tilheyrandi áhrifum á vegakerfi og umferðaröryggi.

Lesa meira

Göngum í skólann 2016 - 6.9.2016

Í Akurskóla Reykjanesbæ í fyrramálið, 7. september, mun verkefninu Göngum í skólann vera hleypt af stokkunum. Markmið verkefnisins eru að hvetja börn til að ganga í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni. Þetta er níunda árið sem þetta verkefni er unnið hér á landi.

Lesa meira

Árangursstjórnunarsamningur - 9.6.2016

Innanríkisráðherra og forstjóri Samgöngustofu undirrituðu í dag árangursstjórnunarsamning milli innanríkisráðuneytisins og Samgöngustofu

Lesa meira

Nýr bæklingur um öryggi barna í bíl - 18.5.2016

Samgöngustofa hefur gefið út nýjan, rafrænan bækling þar sem finna má hagnýtar leiðbeiningar til að tryggja sem best öryggi barna í bílferðum.

Lesa meira

Fyrstu viðurkenningarnar vegna endurmenntunar atvinnubílstjóra - 2.5.2016

Fyrstu endurmenntunarnámskeiðin fyrir bílstjóra með réttindi til að stjórna bifreið í C1, C, D1 og D-flokkum í atvinnuskyni voru viðurkennd 22. apríl sl. Fyrstu viðurkenningarnar fengu Framvegis, miðstöð símenntunar ehf. og ökuskólinn Ökuland ehf.

Lesa meira

Slysum á bifhjólafólki fækkar milli ára - 27.4.2016

Á árlegum vorfundi bifhjólafólks hjá Samgöngustofu var kynnt samantekt slysatölfræði ársins 2015 þar sem þung bifhjól komu við sögu.

Lesa meira

Starfsdagur Samgöngustofu föstudaginn 1. apríl - 31.3.2016

Vegna starfsdags Samgöngustofu, föstudaginn 1. apríl, verður þann dag frá kl. 12:00 á hádegi aðeins opið í afgreiðslu þjónustuvers. Bent er á að Mitt svæði er opið allan sólarhringinn, en þar má skrá kaup og sölu ökutækja og sinna umsýslu þeirra.

Lesa meira

Samgöngustofa gefur út slysaskýrslu umferðarslysa fyrir árið 2015 - 10.3.2016

Samgöngustofa hefur gefið út slysaskýrslu umferðarslysa fyrir árið 2015 og hana má  nálgast hér.

Árið 2015 var ekki gott ár hvað varðar tíðni umferðarslysa á Íslandi. Fjöldi alvarlega slasaðra stendur að segja má í stað milli ára en töluverð aukning er á fjölda lítið slasaðra og fjöldi látinna fjórfaldaðist milli ára.

Lesa meira

Árlegur forvarnadagur - 4.3.2016

Árlegur forvarnadagur Reykjanesbæjar var haldinn í gær, þann 3. mars 2016. Dagurinn er tileinkaður forvörnum að öllu tagi en að þessu sinni fengu nemendur á bílprófsaldri fræðslu um ábyrgð í umferðinni og afleiðingar umferðarslysa.

Lesa meira

Ökuljós skulu kveikt - 25.2.2016

Margar nýjar bifreiðar eru búnar ljósum sem kvikna þegar bíllinn er ræstur og í fyrstu má halda að um sé að ræða ökuljós en sú er ekki raunin.

Lesa meira

Viðhorf ökumanna til farsímanotkunar - 8.2.2016

Í nýrri könnun á umferðarhegðun almennings kemur fram að nánast allir ökumenn gera sér grein fyrir hættunni sem fylgir því að nota farsíma undir stýri til að lesa smáskilaboð eða nota samfélagsmiðla. Þrátt fyrir þetta gangast afar margir við því að hafa notað símann við akstur einmitt með þessum hætti.

Lesa meira

Námskeið fyrir fulltrúa ökutækjaumboða - 3.2.2016

Þriðjudaginn 9. febrúar 2016 verður haldið námskeið fyrir fulltrúa ökutækjaumboða (fulltrúanámskeið ABC). Síðasti skráningardagur er föstudagurinn 5. febrúar 2016.

Lesa meira

Endurskoðun á íslenskum LOCODES - 26.1.2016

LOCODE er sérstakt auðkenni á höfn, flugvelli, járnbrautarstöð eða slíkum stað til að auðvelda alþjóðleg viðskipti. Listi yfir íslensk auðkenni er uppfærður reglulega. Hægt er að senda tillögur um breytingar á listanum til Samgöngustofu fyrir 1. mars nk.

Lesa meira

Athyglisverðar niðurstöður könnunar um öryggi barna í bílum - 14.1.2016

Í niðurstöðum könnunar um öryggi barna í bílum kemur fram að umtalsverður árangur hefur náðst á þessu sviði. Aukin notkun öryggisbúnaðar hefur orðið til þess að færri börn látast í umferðinni nú en fyrir 30 árum. Meðaltalið hefur þar lækkað úr 5,5 í 0,8. Árið 1985 voru 80% barna laus í bílum en árið 2015 voru þau 2%. Þrátt fyrir jákvæða þróun má gera enn betur og er árangur sveitarfélaga mismikill. 

Lesa meira

Um akstur leigubifreiða - 6.1.2016

Ýmis skilyrði þarf að uppfylla til að mega aka leigubifreið. Meðal annars þarf ökumaður að hafa réttindi til farþegaflutninga í atvinnuskyni og sérstakt leyfi Samgöngustofu.

Lesa meira