Reglur um aksturs- og hvíldartíma
Samgöngustofa brýnir það fyrir atvinnubílstjórum stórra ökutækja, eins og hópbifreiða, að aka af stað óþreyttir og virða reglur um hvíldartíma. Aksturstími hvern dag skal ekki vera lengri en 9 klst. og hlé skal gera á akstri eftir 4,5 klst. akstur.
Lesa meiraTillögur starfshóps
Starfshópur fjármála- og efnahagsráðherra hefur skilað skýrslu með tillögum vegna skattaskila af erlendri ferðaþjónustustarfsemi. Meðal annars er lagt til að settur verði á laggirnar samstarfsvettvangur nokkurra stofnana til miðlunar upplýsinga og eftir atvikum samstarfs um eftirlit og úrbætur vegna ferðaþjónustustarfsemi á Íslandi.
Lesa meira