Ökukennsla – hertar aðgerðir um allt land vegna COVID-19
Það er mat heilbrigðisráðuneytis að verklegt ökunám, þar sem ekki er unnt að viðhalda 2 metra nálægðartakmörkun, er óheimilt á gildistíma reglugerðar nr. 958/2020.
Lesa meiraOpnað fyrir skráningu á léttum bifhjólum í flokki I
Samgöngustofa hefur opnað fyrir rafræna skráningu á eldri léttum bifhjólum í flokki I (flutt til landsins fyrir 1. janúar 2020). Bifhjólin er nú hægt að skrá rafrænt á Mitt svæði hér á vef Samgöngustofu. Nánari upplýsingar, spurningar og svör má nálgast á www.samgongustofa.is/lettbifhjol .
Lesa meiraÖkukennsla – hertar aðgerðir vegna COVID-19
Reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum og hertar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu tók gildi 7. október. Ýmis starfsemi sem krefst snertingar eða hætta er á snertingu á milli fólks eða mikilli nálægð, eða þar sem notkun á sameiginlegum búnaði getur haft smithættu í för með sér er nú óheimil. Það er mat heilbrigðisráðuneytis að verklegt ökunám falli undir lið h. reglugerðar um (1.) breytingu á reglugerð nr. 957/2020 og skuli því leggja verklega ökukennslu niður til 19. október nk. á höfuðborgarsvæðinu.
Lesa meiraBreyting á afgreiðslu – aukin áhersla á fjarþjónustu
Vegna hættustigs almannavarna í tengslum við COVID-19 faraldurinn er almenn afgreiðsla Samgöngustofu í Ármúla lokuð frá og með mánudeginum 5. október 2020. Viðskiptavinum er bent á að kynna sér þær leiðir sem eru í boði til að ganga frá nauðsynlegum erindum meðan þetta ástand varir.
Lesa meira