Jóladagatal Samgöngustofu - 25.11.2020

Jóladagatal Samgöngustofu hefur göngu sína 1. desember nk. Að þessu sinni verður spurt úr þáttunum Úti í umferðinni þar sem Erlen umferðarsnillingur rifjar upp helstu umferðarreglurnar. Við hvetjum alla til að taka þátt.

Lesa meira

Endurskin - 24.11.2020

Slysavarnafélagið Landsbjörg, Sjóvá og Samgöngustofa taka höndum saman og gefa 70.000 endurskinsmerki um allt land. Landsmenn eru duglegir að hreyfa sig úti, sérstaklega núna í samkomubanni, og í myrkri sjást óvarðir vegfarendur (gangandi, hjólandi) illa þrátt fyrir götulýsingu og ökuljós bifreiða og notkun endurskinsmerkja því nauðsynleg.

Lesa meira

Úthlutun atvinnuleyfa til aksturs leigubifreiða - 18.11.2020

Samgöngustofa auglýsir laus til umsókna 15 leyfi til leiguaksturs fólksbifreiða á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum, 3 leyfi á Akureyri og 1 leyfi í Árborg.

Lesa meira

Ökunám - dregið úr samkomutakmörkunum 18. nóvember - 13.11.2020

Breytingar á reglugerðum um takmarkanir á samkomum og skólahaldi vegna farsóttar taka gildi 18. nóvember og gilda til og með 1. desember nk. Starfsemi og þjónusta sem krefst snertingar milli fólks verður leyfð með þeim skilyrðum að notast sé við andlitsgrímur og á það við um verklegt ökunám. 

Lesa meira

Fórnarlamba umferðarslysa verður minnst með fjölbreyttum hætti - 9.11.2020

Árlegur alþjóðlegur minningardagur um verður sniðinn að sérstökum aðstæðum í samfélaginu. Í stað rótgróinnar minningarstundar við þyrlupallinn við Landspítalann verður árvekniátak í samfélaginu um umferðaröryggi dagana 13.-15. nóvember.

Lesa meira

Uppfærðar leiðbeiningar fyrir akstur hópbifreiða (úr gildi). - 5.11.2020

Embætti landlæknis og Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, í samvinnu við Ferðamálastofu og Samgöngustofu, hefur nú gefið út uppfærðar leiðbeiningar fyrir akstur hópbifreiða - sóttvarnaráðstafanir vegna aksturs með farþega og farþega í sóttkví.

Lesa meira

Uppfærðar leiðbeiningar til leigubílstjóra (úr gildi) - 2.11.2020

Embætti landlæknis og Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, í samvinnu við Samgöngustofu, hefur nú gefið út uppfærðar leiðbeiningar til leigubílstjóra vegna aksturs með farþega, farþega í sóttkví eða mögulegt COVID-19 smit. 

Lesa meira

Ökukennsla – hertar aðgerðir um allt land til 17. nóvember - 2.11.2020

Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum og hertar aðgerðir tók gildi 31. október 2020 og gildir til og með 17. nóvember 2020. Það er mat heilbrigðisráðuneytis að verklegt ökunám, þar sem ekki er unnt að viðhalda 2 metra nálægðartakmörkun, er óheimilt til 17. nóvember nk.

Lesa meira