Uppfærðar leiðbeiningar fyrir akstur hópbifreiða - 28.9.2021

Hér má finna uppfærðar leiðbeiningar fyrir akstur hópbifreiða vegna COVID-19 sem Embætti landlæknis og Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, í samvinnu við Ferðamálastofu og Samgöngustofu, hafa gefið út.

Lesa meira

Samið um meðalhraðaeftirlit til að auka umferðaröryggi - 21.9.2021

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, staðfesti í dag nýjan samstarfssamning Vegagerðar, Samgöngustofu og Ríkislögreglustjóra um sjálfvirkt hraðaeftirlit með löggæslumyndavélum. Markmið samningsins er að fækka banaslysum og alvarlega slösuðum í umferðinni með markvissu hraðaeftirliti á völdum stöðum á þjóðvegum landsins.

Lesa meira

Nýr bifreiðatöluvefur - 10.9.2021

Opnaður hefur verið nýr og betri bifreiðatöluvefur Samgöngustofu. Með nýjum vef er aðgengi að tölfræði um ökutæki á Íslandi stórbætt og framsetningin býður upp á ýmsa möguleika sem ekki voru áður til staðar.

Lesa meira

Göngum í skólann 2021 - 8.9.2021

Í dag var verkefnið Göngum í skólann var sett í 15. sinn á Íslandi. Setningin fór fram í Norðlingaskóla og hafa nú þegar fjölmargir skólar skráð sig til leiks og auðvelt er að bætast í hópinn og skrá þátttöku hér.

Lesa meira

Samgöngustofa hlýtur viðurkenningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg - 3.9.2021

Á landsþingi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, fyrr í dag, hlaut Samgöngustofa Áttavitann sem viðurkenningu fyrir fyrir frumkvæði og virkni í slysavörnum.

Lesa meira