Árlegur forvarnadagur

4.3.2016

Árlegur forvarnadagur Reykjanesbæjar var haldinn í gær, þann 3. mars 2016. Dagurinn er tileinkaður forvörnum að öllu tagi en að þessu sinni fengu nemendur á bílprófsaldri fræðslu um ábyrgð í umferðinni og afleiðingar umferðarslysa. 
Forvarnadagurinn er samstarfsverkefni Reykjanesbæjar, Lögreglunnar á Suðurnesjum, Brunavarna Suðurnesja, Fjölbrautarskóla Suðurnesja og Tryggingamiðstöðvarinnar. Fulltrúum Samgöngustofu var boðið að koma og fylgjast með hvernig umferðarfræðslan fer fram. Meginmarkmið forvarnardagsins er að fækka umferðarslysum og auka öryggi í umferðinni.
Slysaaefing-2-litil .