Aukning í ökutækjaskráningum
Það sem af er árinu hefur veruleg aukning orðið í nýskráningum ökutækja. Í gær höfðu samtals 18.616 ökutæki verið nýskráð í samanburði við 12.982 á sama tímabili í fyrra. Skráning ökutækis er gerð í nokkrum þrepum sem byrjar með forskráningu þess, en þeim skráningum hefur að sama skapi fjölgað verulega eða um tæp 50% á milli áranna 2014 og 2015.
Nú í desember var ljóst að góða samvinnu þyrfti til að unnt yrði að forskrá sem allra flest ökutæki á árinu. Tilkynning þess efnis var send innflytjendum í byrjun mánaðarins. Brugðust flestir afar skjótt við og gengu frá öllum gögnum mun fyrr en stundum áður. Með þessu góða samstarfi hefur nú tekist að forskrá yfir 1600 ökutæki það sem af er mánuðinum samanborið við tæplega 1000 í desember 2014.