Bílar, fólk og framtíðin

Ráðstefna haldin í Hörpu 17. nóvember.  

15.11.2016

Á ráðstefnunni Bílar, fólk og framtíðin www.bff.is er ætlunin að svara ýmsum spurningum varðandi sjálfkeyrandi bíla, persónuvernd og hlutverk ökumanns framtíðarinnar. Þetta er í fyrsta skipti sem tekið er á heildstæðan hátt á bílgreininni, umhverfi hennar, umferðaröryggi, lagasetningu, innviðum og öðru sem málaflokkinn snertir. Fram koma innlendir og erlendir fyrirlesarar, sem eru meðal þeirra fremstu á sínu sviði innan greinarinnar. Þar má m.a. nefna Jean Todt forseta FIA og sendiherra Sameinuðu þjóðanna í umferðaröryggismálum sem mun fjalla um umferðaröryggi framtíðarinnar, Gunnar Haraldsson hagfræðing sem fjallar um möguleg efnahagsleg áhrif þessarar þróunar, Andreas Egense, frá dönsku vegagerðinni, Hrein Haraldsson vegamálastjóra og Tom Palmaerts framtíðarrýni (e. trendwatcher).