Börn og samgöngur

7.11.2019

Bornogsamgongur .Málþing um börn og samgöngur verður haldið mánudaginn 18. nóvember frá kl. 12:30 til 16:30 á vegum samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í samvinnu við Samgöngustofu, Vegagerðina og Samband íslenskra sveitarfélaga. 

Skráning á málþingið 

Málþingið verður haldið í Sveinatungu á Garðatorgi (Ráðhúsi Garðabæjar). Á þinginu munu bæði ungir sem aldnir taka til máls og ræða stöðu barna í samgöngum í víðu samhengi. Í kjölfar fyrirlestra verða pallborðsumræður. Málþingið er öllum opið en nauðsynlegt er að skrá sig. Fundinum verður streymt í beinni útsendingu á vef Stjórnarráðsins.

Dagskrá

12:30 – Málþing sett


* Ávörp
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra
Þórunn Egilsdóttir, formaður samgönguráðs

* Umferðaröryggi - okkar mál!
Karín Óla Eiríksdóttir, formaður ungmennaráðs Grindavíkur

* Hvernig við sjáum umferðaröryggið.
Atli Þór Jónsson og Fannar Freyr Atlason, björgunarsveitarmenn í Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu

* Samstarf við Samgöngustofu um að efla umferðaröryggi grunnskólabarna í sveitarfélaginu
Ólafur Hilmarsson, deildarstjóri við Grunnskólann í Hveragerði

* „Komiði með hætturnar!“ Skipulag, þjóðvegir og börn.
Erna Bára Hreinsdóttir, forstöðumaður hjá Vegagerðinni

* Pallborð með fyrirlesurum fyrir hlé

14:20 – Kaffihlé


* Hagnýting sálfræðilegrar þekkingar til að breyta ferðavenjum
Sigrún Birna Sigurðardóttir, samgöngu- og umferðarsálfræðingur

* Mikilvægi umferðaröryggisáætlunar fyrir minni sveitarfélög
Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps

* Öryggi barna í Reykjavík
Berglind Hallgrímsdóttir og Höskuldur Kröyer, samgönguverkfræðingar hjá Eflu og Trafkon

* Pallborð með fyrirlesurum eftir hlé

* Gamanmál

16:30 – Málþingi lýkur


* Fundarstjóri er Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri.