Breyting á reglugerð um gerð og búnað ökutækja
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur sett reglugerð nr. 699/2017 um breytingu á reglugerð um gerð og búnað ökutækja nr. 822/2004 þar sem sett var nýtt ákvæði er varðar tjónaökutæki og viðurkennd réttinga-verkstæði.
Helstu breytingar eru þær að:
- skilgreining á tjónaökutæki hefur verið gerð ítarlegri
- eingöngu viðurkennd réttingaverkstæði hafa nú heimild til að gefa út vottorð um viðgerð á tjónaökutæki
- hafi loftpúði ökutækis sprungið út telst það tjónaökutæki
- framrúða telst til burðarvirkis ökutækis, sé hún límd og telst ökutæki tjónaökutæki skemmist rammi í kringum framrúðu
- endurmat á tjónaökutækjum er nú einungis hjá faggiltum skoðunarstofum.
Reglugerðin tekur gildi þann 1. september nk.
Hér má kynna sér breytingareglugerðina í heild sinni: https://www.reglugerd.is/reglugerdir/eftir-raduneytum/srn/nr/0699-2017