Breyting á reglum um ökumenn ökutækja til neyðaraksturs
Ekki er lengur nauðsynlegt að ökumenn ökutækja sem skráð eru til neyðaraksturs hafi réttindi til aksturs í atvinnuskyni. Þessi breyting tók gildi 17. maí síðastliðinn samkvæmt ákvörðun samgönguráðherra.
Ökumenn þessara ökutækja þurfa eftir sem áður að fullnægja aldursskilyrðum, hafa fullnaðarskírteini fyrir B-flokk og gild ökuréttindi til að stjórna ökutækinu eftir því sem við á.
Hér má finna reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 830/2011 um ökuskírteini.