Breytingar á umferðarlögum

26.5.2021

Þann 11. maí sl. samþykkti Alþingi ný lög nr. 39/2021 um breytingu á umferðarlögum nr. 77/2019. Markmið þeirra er m.a. að lagfæra vankanta á umferðarlögum og létta stjórnsýslu og kostnað borgara.

Meðal helstu breytinga sem snúa að starfsemi Samgöngustofu eru:

  • Hámarkshraði í vistgötu hækkaður í 15 km. á klst.
  • Heimilt er að leggja vélknúnum ökutækjum í vistgötu, séu þau ekki skráningarskyld.
  • Skráningarskylda léttra eftirvagna sem eru 750 kg eða minna að heildarþyngd fellur niður.
  • Skráningarskylda léttra bifhjóla í flokki I fellur niður.
  • Fallið er frá skipan sérstaks trúnaðarlæknis Samgöngustofu í umferðarmálum.