Samgöngustofa gefur út slysaskýrslu umferðarslysa fyrir árið 2015

 Árið 2015 létust 16 manns í umferðinni en næstu fimm ár á undan létust að jafnaði undir 10 manns á ári. 

10.3.2016

Tólf karlar og fjórar konur létu lífið í umferðinni árið 2015. Þrír létust innanbæjar í Reykjavík en hinir þrettán létust utan þéttbýlis. Einn hjólreiðamaður lét lífið en það var fyrsti hjólreiðamaðurinn sem lætur lífið í umferðinni á Íslandi síðan árið 1997. Tólf þeirra sem létu lífið voru í fólksbifreið, einn var á bifhjóli, einn var á reiðhjóli, einn var á dráttarvél og einn var fótgangandi. 

 Skýrsluna má nálgast hér