Fræðsluefni fyrir ferðafólk

30.6.2017

Í ljósi vaxandi fjölda slysa á erlendu ferðafólki leitar Samgöngustofa sífellt nýrra leiða til að auka fræðslu, sérstaklega til erlendra ökumanna. Fjölbreytt og aðgengilegt efni hefur nú verið sett hér inn á vefinn. Efnið er hér á íslensku og einnig á enska hluta vefsíðunnar.

Þetta fræðsluefni getur gagnast ferðafólkinu beint, en einnig ferðaþjónustunni til miðlunar og dreifingar til sinna viðskiptavina. Ökutækjaleigur hafa sérstaklega verið hvattar til að benda á þetta fræðsluefni. Öll dreifing hjálpar til við að bæta öryggi í umferðinni og þar með allra vegfarenda, ásamt því að auka líkur á að farartæki skili sér í heilu lagi.