Framlenging heimildar fyrir bresk ökuskírteini
Sá tími sem handhöfum breskra ökuskírteina búsettum hér á landi, er heimilt að nota þau án þess að þurfa að skipta yfir í íslensk skírteini, hefur verið framlengdur. Um leið er heimilt að gefa út íslenskt ökuskírteini í stað hins breska, án þess að umsækjandi þreyti próf. Framlengingin gildir út nóvember 2021.
Sjá reglugerð nr. 879/2021 um breytingu á reglugerð um ökuskírteini nr. 830/2011. Umrætt ákvæði kom inn með reglugerð 235/2011 .