Göngum í skólann

5.9.2018

Verkefnið Göngum í skólann var sett af stað í tólfta sinn í Ártúnsskóla í morgun. Meginmarkmið með verkefninu er að hvetja nemendur og foreldra til að ganga, hjóla eða nota annan virkan ferðamáta til og frá skóla ásamt því að hvetja til aukinnar hreyfingar og fræða börn um ávinning reglulegrar hreyfingar. 

Áhersla er lögð á að auka færni barna til að ganga á  öruggan hátt í skólann og kenna reglur um öryggi á göngu og á hjóli. Þar að auki er markmiðið að draga úr umferð við skóla og stuðla að betra og hreinna lofti ásamt öruggari og friðsælli götum og hverfi. 

Skráning hefur farið vel af stað en hægt verður að skrá skóla til leiks fram að alþjóðlega Göngum í skólann deginum þann 10. október næstkomandi. Á vef verkefnisins má finna opinn  hugmynda- og verkefnabanka sem skólar og aðrir áhugasamir eru hvattir til að nýta sér til hugmyndaauðga og upplýsinga. 

Samgöngustofa kemur að verkefninu ásamt Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands, mennta- og menningarmálaráðuneytinu, Embætti landlæknis, Ríkislögreglustjóra, Slysavarnafélaginu Landsbjörg og Landssamtökunum Heimili og skóli.  

Hópurinn sem kemur að verkefninu fyrir framan Ártúnsskóla

Hópur krakka í Ártúnsskóla ásamt þeim sem koma að verkefninu Hópur krakka að ganga í skólann