Göngum í skólann
- virkur og öruggur ferðamáti nemenda í og úr skóla
Í dag fór fram opnunarhátíð í Breiðagerðisskóla þar sem verkefnið Göngum í skólann var sett í fjórtánda sinn á Íslandi. Meginmarkmið verkefnisins er að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni. Fræða þau um ávinning reglulegrar hreyfingar og að draga úr umferðarþunga, mengun og hraðakstri nálægt skólum. Þá er reynt að stuðla að vitundarvakningu fyrir virkum ferðamáta og umhverfismálum og það hversu ,,gönguvænt” umhverfið er.
Frá opnunarhátiðinni í morgun
Verkefnið verður í gangi í frá 2.- 30. september. Árlega taka milljónir barna frá 40 löndum víðs vegar um heiminn þátt í verkefninu með einum eða öðrum hætti. Þeir sem að verkefninu standa hérlendis eru Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, mennta- og menningarmálaráðuneytið, Embætti landlæknis, Ríkislögreglustjóri, Slysavarnafélagið Landsbjörg, Samgöngustofa og Landssamtökin Heimili og skóli. Hverjum skóla er í sjálfsvald sett hvernig hann hagar sinni þátttöku í verkefninu. Árangursríkast hefur reynst að fela einum aðila innan skólans að sjá um að halda utan um verkefnið og kynna það fyrir samstarfsfólki og nemendum. Ávinningurinn er gríðarlega mikill og mikilvægt að hvetja börnin til þess að hreyfa sig og tileinka sér sem öruggastan ferðamáta til og frá skóla.
Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Samgöngustofu, hélt ræðu á opnunarhátíðinni.
Samgöngustofa er stoltur samstarfsaðili að verkefninu því öryggi og tók Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Samgöngustofu, þátt í opnunarhátíðinni í morgun. Hreyfingin sem fylgir virkum ferðamáta skiptir máli fyrir okkur öll. Þar skiptir líka máli hvatning, fræðsla og þátttaka þeirra sem eldri og eru lykilatriði þegar kemur að því að tryggja umferðaröryggi. Á vefnum umferd.is má finna ýmsar hugmyndir sem hægt er að vinna með í tengslum við Göngum í skólann og atriði sem mikilvægt er að fara yfir með öllum þeim sem ganga eða hjóla til og frá skóla. Lærum og æfum umferðarreglurnar saman og komum heil heim.