Athöfn í tilefni hægri umferðar í 50 ár

25.5.2018

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og Samgöngustofa bjóða til stuttrar athafnar 31. maí næstkomandi í tilefni af því að um þessar mundir eru liðin 50 ár frá því að hægri umferð var tekin upp á Íslandi.

Athöfnin fer fram kl. 10-10.30 fyrir framan Skúlagötu 4 (Sjávarútvegshúsið) en það var einmitt þar sem fyrst var ekið, með formlegum hætti, af vinstri akrein yfir á þá hægri snemma að morgni 26. maí 1968, á H-deginum svokallaða. Með miklu og samhentu átaki í aðdraganda þessarar breytingar var lagður grunnur að vitund Íslendinga um ábyrgð sína í umferðaröryggismálum og mikilvægi forvarna og fræðslu.

Lokað verður fyrir almenna umferð við Skúlagötu 4 meðan á athöfninni stendur. Ávörp flytja þeir Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og Þórólfur Árnason forstjóri Samgöngustofu. Valgarð Briem, sem var formaður framkvæmdanefndar hægri umferðar, mun aka með sama hætti og á sama bíl og hann gerði fyrir 50 árum. Í kjölfarið ekur nýútskrifaður bílstjóri á sjálfkeyrandi bifreið og fleiri ökutæki fylgja á eftir til að minnast tímamótanna.

Óskar og Magnús kynna merki H-dagsins Óskar Ólason og Magnús Einarsson kynna merki H-dagsins þann 26. maí 1968.

Merki H-dagsins

Gísli Ólafsson fyrrverandi yfirlögregluþjónn sest inn í bílinn eftir að skipt var í hægriumferð Gísli Ólafsson f.v. yfirlögregluþjónn sest inn í bíl hjá Stefáni Stefánssyni eftir að allir höfðu fært sig yfir til hægri á H-deginum 26. maí 1968.