Hægri umferð í 50 ár

- athöfn 31. maí 2018

31.5.2018

Samgöngustofa og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið stóðu fyrir athöfn til að minnast þess að 50 ár eru liðin frá H-deginum, svokallaða, þegar skipt var yfir í hægri umferð á Íslandi. 

Athöfnin fór fram fyrir framan Skúlagötu 4 (Sjávarútvegshúsið) en það var einmitt þar sem fyrst var ekið, með formlegum hætti, af vinstri akrein yfir á þá hægri snemma að morgni 26. maí 1968. Með miklu og samhentu átaki í aðdraganda þessarar breytingar var lagður grunnur að vitund Íslendinga um ábyrgð sína í umferðaröryggismálum og mikilvægi forvarna og fræðslu. 

Ávörp fluttu þeir Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og Þórólfur Árnason forstjóri Samgöngustofu. Valgarð Briem, sem var formaður framkvæmdanefndar hægri umferðar, ók með sama hætti og á sama bíl og hann gerði fyrir 50 árum. Í kjölfarið ók Amanda Lind Davíðsdóttir, nýútskrifaður bílstjóri, á sjálfkeyrandi Teslu rafbíl og fleiri ökutæki, mótorhjól og reiðhjól, fylgdu á eftir til að minnast tímamótanna.

Sigurður Ingi heldur tölu

Í erindum Sigurðar Inga Jóhannssonar ráðherra og Þórólfs Árnasonar forstjóra Samgöngustofa kom fram sá mikli árangur sem náðst hefur í fækkun slysa ekki hvað síst fyrir tilstilli fræðslu og forvarna. 

 

Í hagtölum Hagstofu Íslands, þar sem sérstaklega er fjallað um stöðu barna, má sjá að umferðarslysum á börnum hefur fækkað um 35% frá árinu 2000. Það ár var fjöldi slasaðra barna 357 en árið 2017 var fjöldi þeirra kominn niður í 232. Þessum árangri má þakka öruggari ökutækjum en ekki hvað síst aukinni notkun og kröfu um sérstakan öryggisbúnað fyrir börn. Þeirri kröfu er ötullega fylgt eftir m.a. með könnun sem starfsmenn Samgöngustofu og sjálfboðaliða Slysavarnafélagsins Landsbjörg gera við leikskóla í landinu. Á þeim vettvangi gefst færi á eftirliti og fræðslu um öryggi barna í bíl.

Könnunin er gerð annað hvert ár en sambærilegar kannanir hafa verið gerðar undanfarin 32 ár. Niðurstöður sýna að notkun viðeigandi öryggisbúnaðar fyrir börn hefur aukist mikið á tímabilinu sem um ræðir og er að miklu leiti í takti við fækkun slysa. Árið 2000 voru 72% barna í réttum búnaði en árið 2017 voru 93% barna í réttum búnaði en það er 21% aukning á notkun slíks búnaðar.

Tafla: sýnir þróun notkunar öryggisbelta á tímabilinu 1985 til 2017. Notkun viðeigandi öryggisbúnaðar fyrir börn hefur aukist mikið á tímabilinu sem um ræðir og er að miklu leiti í takti við fækkun slysa. Árið 1985 voru um 20% barna í réttum búnaði, árið 2000 voru 72% barna í réttum búnaði en árið 2017 voru 93% barna í réttum búnaði

Í dag, líkt og fyrir 50 árum leggjum við áherslu á mikilvægi forvarna og fræðslu og eitt af meginmarkmiðunum okkar allra í samfélaginu er að fækka slysum í umferðinni og gera alla vegfarendur öruggari. Börn læra af því sem þau sjá og heyra og öryggi þeirra er á okkar ábyrgð. Það er engin bílferð svo stutt að við gefum afslátt af því.

Frá vinstri: Amanda Lind Davíðsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson, Valgarð Briem og Þórólfur Árnason. Amanda Lind Davíðsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson, Valgarð Briem og Þórólfur Árnason.

Mynd af bílnum sem Valgarð Briem ók fyrstur manna með formlegum hætti yfir á hægri akrein fyrir 50 árum fyrir utan Hörpu í Reykjavík Plymouth Valiant 1967 - bílinn sem Valgarð Briem ók fyrstur manna með formlegum hætti yfir á hægri akrein fyrir 50 árum.  Einnig má sjá sjálfkeyrandi Teslu rafbíll, bifhjól og reiðhjól.

Valgarð og Þórólfur Árnason í bílnum góðaValgarð Briem og Þórólfur Árnason.

Plymouth bíllinn á Skúlagötu Amanda Lind og Sigurður Ingi ráðherra í Tesla rafbílnum Amanda Lind og Sigurður Ingi ráðherra í Tesla rafbílnumÞað fór vel um þau Sigurð Inga Jóhannsson og Amöndu Lind Davíðsdóttur í sjálfkeyrandi Teslu rafbíl.

Fulltrúar hjólandi vegfarenda: Sesselja, Árni og Benedikt Sesselja Traustadóttir, Árni Davíðsson og Benedikt Helgason voru fulltrúar hjólandi vegfarenda. 

Valgarð Briem stígur út úr bílnum við Skúlagötu Garðar Briem, sonur Valgarðs, situr aftur í Plymouthnum líkt og hann gerði árið 1968

Garðar Briem situr hér aftur í Plymouth Valiant ´67 líkt og hann gerði sem strákur þegar faðir hans, Valgarð Briem, ók sama bíl  árið 1968. 

Frá vinstri: frænka Valgarðs Briem, Valgarður og Guðbrandur hjá umferðardeild lögreglunnar

Valgarð Briem ásamt frænku sinni og Guðbrandi Sigurðssyni hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Njáll Gunnlaugsson núverandi eigandi bílsins ásmat Tryggva

Njáll Gunnlaugsson núverandi eigandi bílsins ásamt Tryggva Þormóðssyni en þeir hafa komið bílnum í gott stand með hjálp velunnara.

Jagúar 340 Saloon, bifreið nóbelsskáldsins Halldórs Laxness

Það var hvorki meira né minna en Jagúar 340 Saloon ´68 bifreið nóbelsskáldsins Halldórs Laxness sem var fenginn sem varabíll á H-daginn í ár. Jagúarinn er einstaklega fallegur og vakti mikla aðdáun viðstaddra en það var Stefanía Sesselja Hinriksdóttir, starfsmaður Samgöngustofu, sem keyrði bílinn sem er nú í eigu safnsins á Gljúfrasteini.