Höldum fókus í þriðja sinn

18.8.2017

Samgöngustofa, Síminn og Sjóvá standa nú fyrir herferðinni   #Höldumfókus í þriðja sinn með það að markmiði að vekja athygli á hættunni sem fylgir því að nota símann undir stýri. 

Farsímanotkun við akstur er áhættuhegðun sem hefur stórlega aukist á undanförnum árum og hefur mikil áhrif á aksturshegðun ökumanna. Það er óhætt að segja að í dag sé þetta orðið meðal þess sem veldur hvað mestum áhyggjum í umferðaröryggismálum heimsins í dag. 

Í Smáralind, dagana 18. til 23. ágúst, gefst gestum og gangandi kostur á að prófa nýjan sýndarveruleika sem er ætlað að spila á öll möguleg skilningarvit til þess að það komist sem næst þeirri upplifun að lenda í bílslysi af völdum þess að ökumaður notar farsíma undir stýri. 

Mynd2

Forseti Íslands hr. Guðni Th. Jóhannesson tók þátt í verkefninu og þótti það mjög áhrifamikið og koma skilaboðunum vel á framfæri.